Hvernig hugsa ég um ljóst hár?

Ljóst hár þarf ekki að þýða brotnir endar, gulir tónar og skemmdir. Þau segja að ljóskur skemmti sér betur, en spurðu bara næstu stelpu sem er með litað ljóst hár og hún mun segja þér að það gefur og tekur!

Það er ákveðin vinna sem fylgir því að vera með fallegt ljóst hár og við höfum safnað nokkrum ráðum fyrir ykkur!

  • Komdu þér upp vörum sem vinna saman

Fyrsta ráðið fyrir ljóst hár er að vera með hárvörur sem eru réttar fyrir þína hártýpu og lit. Að nota rétta blöndu af sjampói, næringu, djúpnæringu og mótunarvörur mun halda litnum uppá sitt besta og viðhalda góðu ástandi hársins.

  • Ertu sundgarpur?

Ef þú ert ein/n af þeim sem finnst gott að skella sér í laugina, heitu pottana eða sjóinn þá mælum við eindregið með því að hreinsa hárið vel - Klór og salt þarf að hreinsa vel úr og er Deep Clean sjampóið frá Eleven Australia eða Keep My Colour Blonde Shampoo góðir kostir til þess að halda litnum við og hárinu hreinu.

  • Lækkaðu hitann

Þeir sem eru með ljóst hár þurfa að vera varkárir þegar þeir nota mótunartæki og ættu að nota mótunartæki með stillanlegum hita. Hitavörn er lykilatriði áður en mótunartæki eru notuð, á borð við Miracle Hair Treatment frá Eleven Australia. Stilltu járnið þitt á 100-150 gráður, sem lokar endunum, mýkir og gefur glans svo hárliturinn verði ekki flatur.

  • Its a lifestyle

Að vera ljóshærður er svolítill lífstíll, það tekur tíma að fara á hárgreiðslustofuna og að sinna hárinu heima með réttu vörunum. Þú getur fengið hárgreiðslustofufílinginn með því að nota heima Keep My Colour Blonde Treatment og 3 Minute Repair Rinse Out Treatment sem gefur hárinu raka, næringu og líf!

  • 2 er betra en 1

Notaðu sjampóið tvisvar! Við mælum með því að fyrir ljóst hár sé hárið fyrst þvegið með Hydrate My Hair Shampoo og aftur með Keep My Colour Blonde Shampoo. Með þessu opnaru hárið með Hydrate sjampóinu og dreifir fjólubláa pigmentinu í Keep My Colour Blonde sjampóinu betur og jafnt um hárið.

Fróðleikur

Vinsælar vörur!

molecular repair hair oil frá K18

Skoða nánar

Ekki missa af neinu!

Skráðu þig á póstlistann okkar núna.